







08. janúar 2021
Félagsgjald 2021
Félagsgjald 2021
Kæru Flakkarar gleðilegt ár.
Stjórn Flakkara hefur ákveðið að bjóða félagsmönnum að greiða félagsgjaldið með því að leggja inn á reikning félagsins. Félagsgjaldið er 5000 kr. reikningsnúmerið er 565-14-100010
kt. 700192-2109 setja sem skýringu félagsnúmerið. Væri gott að greiða gjaldið í síðasta lagi 15. febrúar, eftir það verða sendir út gíróseðlar með aukakostnaði.
Kveðja
Stjórnin.
22. desember 2020
Jólakveðja 2020
Jólakveðja 2020
Kæru Flakkarar.
Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Vonum að nýtt ár verði gott ferðaár. Þetta er búið að vera skrýtið ár hjá okkur öllum, en vonandi lagast allt með hækkandi sól og bóluefni, þannig að við getum ferðast áhyggjulaus. Vonandi verður hægt að halda aðalfund í vor.
Kærar jólakveðjur
Þorvaldur og Arnleif.
06. september 2020
Frágangur bíla fyrir geymslu
Ef ferðavagna- og húsbílaeigendur eru ekki nú þegar búnir að gera allt klárt fyrir veturinn er um að gera að fara að huga að því. Það þarf ekki bara að koma ferðavögnum og húsbílum fyrir í geymslu heldur þarf einnig að ganga vel frá. Sniðugt er að styðjast við Gátlista hjá ferðavagnageymslunni S3 á Kvíarhóli í Ölfusi.
Sjá méira í frétt MBL
25. ágúst 2020
Haustfundur og árshátíð hefur verið aflýst
Kæru félagar.
Stjórn Flakkara fundaði fyrr í vikunni og voru allir sammála um að fella niður haustfund og árshátíð sem átti að vera 4 til 6. september.
Staðarhaldari í Ýdölum taldi ekki hægt að vera með fund eða árshátíð vegna fjöldatakmarkana og tveggja metra reglu
Þannig að stjórnin helst óbreytt fram að næsta aðalfundi sem verður vonandi í vor á sumardaginn fyrsta eins og venjulega.
Þetta er búið að vera óvenjulegt sumar fyrir okkur. Við höfum þurft að fella niður ferðir og aðeins hægt að fara Stóru ferðina sem var mjög góð og þátttakan var vonum framar þrátt fyrir ástandið eða rúmlega 60 bílar. Vonum að næsta sumar verði með eðlilegum hætti og hægt verði að fara í allar ferðir.
Við skoðum svo kaffihúsahitting í haust eða vetur ef allt verður í lagi og þessi veira verði á bak og burt.
Farið vel með ykkur.
Kveðja
Stjórn og nefndir.
ii
Dagskrá
Janúar 2021 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 | 1 | 2 |
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 |
Fyrri | Núna | Næsti |