03. febrúar 2021

Ferðir o.fl. 2021

Jæja kæru félagar.
Þá er ferðanefndin búin að skipuleggja ferðir sumarsins. En munum að allar ferðir eru settar inn með fyrirvara um að hægt verði að koma saman út af Covid.

 

22. apríl Aðalfundur og sumarkaffi Laugaborg
21. til 24. maí Vorferð Funaborg
Stóraferðin Vesturland 2. til 11. júlí.
Hvammstangi ein nótt 2-3 júlí
Miðgarður (Akranes) 2 nætur 3-5 júlí
Snorrastaðir (Snæfellsnes) ein nótt 5-6 júlí
Grundarfjörður (Snæfellsnes) ein nótt 6.-7 júlí
Selskógur (Skorradal) 2 nætur 7-9 júlí
Logaland (Reykholtsdal) tvær nætur 9-11 júlí Lokahóf
Berjaferð LJósvetningabúð 20-22 ágúst
Ýdalir Haustfundur og árshátíð 3-5 september.
Nánari upplýsingar koma síðar frá ferða og skemmtinefnd.
:: meira
08. janúar 2021

Félagsgjald 2021

Félagsgjald 2021

Kæru Flakkarar gleðilegt ár.
Stjórn Flakkara hefur ákveðið að bjóða félagsmönnum að greiða félagsgjaldið með því að leggja inn á reikning félagsins. Félagsgjaldið er 5000 kr. reikningsnúmerið er 565-14-100010
kt. 700192-2109 setja sem skýringu félagsnúmerið. Væri gott að greiða gjaldið í síðasta lagi 15. febrúar, eftir það verða sendir út gíróseðlar með aukakostnaði.
Kveðja
Stjórnin.
:: meira
22. desember 2020

Jólakveðja 2020

Jólakveðja 2020

Kæru Flakkarar.

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Vonum að nýtt ár verði gott ferðaár. Þetta er búið að vera skrýtið ár hjá okkur öllum, en vonandi lagast allt með hækkandi sól og bóluefni, þannig að við getum ferðast áhyggjulaus. Vonandi verður hægt að halda aðalfund í vor.

Kærar jólakveðjur

Þorvaldur og Arnleif.

:: meira
06. september 2020

Frágangur bíla fyrir geymslu

Ef ferðavagna- og hús­bíla­eig­end­ur eru ekki nú þegar bún­ir að gera allt klárt fyr­ir vet­ur­inn er um að gera að fara að huga að því. Það þarf ekki bara að koma ferðavögn­um og hús­bíl­um fyr­ir í geymslu held­ur þarf einnig að ganga vel frá. Sniðugt er að styðjast við Gátlista hjá ferðavagna­geymsl­unni S3 á Kví­ar­hóli í Ölfusi. 

Sjá méira í frétt MBL

:: meira
 
Eldri fréttir
ii
Hótel Dalvík

www.husbilar.is

umsjon@husbilar.is