




Gestabók Flakkara
Gaman væri að fá nafn þitt í gestabókina ásamt örstuttri athugasemd um hvaðeina sem kann að hafa komið upp í hugann í tengslum við heimsókn þína á heimasíðu Flakkara.
1-10 af 1878 | Næstu 11-20 |
Gestur | Kveðja |
18. nóv 2019 kl. 11:43 GS F-114 | Daginn Flakkarar, lét prenta dagatal 2020 með dagskrá og Flakkaramyndum eftir Þorvakd formann prentkosnaður er 150 kr. stk. ( kosnaðarverð + sendingarkosnaður ) stefni í að hafa þetta með í kaffihittingnum. Gunnar S |
14. nóv 2019 kl. 16:51 GS F-114 | Ágætu félagar, nú er komið að kaffihúsahittingi á Austurlandi, nánar tiltekið þann 24. nóv. n.k. í Vök baths við Urriðavatn, kl. 14.00. Við Gunnar Skarphéðinsson höfum verið í bandi með þetta og ákváðum að semja við Vök þar sem upptekið var þar sem við ætluðum að vera í upphafi. 🤩 Tilboðið sem við fengum var upp á kaffi/ te á hlaðborði, flatbrauðssneið, lagköku og bita af hjónabandssælu. Kostar kr. 1.000. Ef við óskum eftir meiru er fullt að kræsingum til en kostar þá aukalega. Þurfum að fá að vita fjölda þeirra sem ætla að mæta og láta Vök vita eigi síðar en fimmtudagskvöldið 21.nóv. Óskum því eftir að þið látið okkur vita hér á síðunni eða í síma 868-4371 Ingigerður / 894-4928 Gunnar. Vorum 31 í fyrra en skemmtilegt væri ef við gætum toppað það. Ef þið þekkið einhvern sem ekki er í tölvu eða inn á þessari síðu endilega látið þá vita. Þeir sem vilja geta farið í vakirnar eftir kaffið, hafið því með ykkur sundföt ( og einhver minntist á baðskó ) ef það væri hált á pöllunum. Samkv. heimasíðu kostar fyrir fullorðinn kr. 5.000, fyrir eldri borgara/ öryrkja 2.900. Kjörið tækifæri til að koma og skoða þennan fallega stað og eiga góða stund saman. Sjáumst . 😊😊😊😊😊 |
05. nóv 2019 kl. 18:17 Hilmir Sigurðsson | við mætum |
04. nóv 2019 kl. 20:44 þorvaldur Traustason | Kæru Flakkarar. Er ekki komin tími á kaffihúsahitting eins og síðasta vetur?. Hugmynd er að hittast á veitingahúsinu Vitinn (áður Norðurslóð) Strandgötu,,, .. laugardaginn 9. nóvember kl 14:00. Boðið verður upp á vöfflur með sultu og rjóma. Verð 1000 kr. á mann. Endilega tjáið ykkur um þetta hér á síðunni til að vita ca fjölda. Vonandi sjáið ykkur fært að mæta og endilega látið þetta berast til sem flestra. |
26. apríl 2019 kl. 21:43 Anna Lindberg Netfang: twilight@live.se | Gott kvöld! Ég er að reyna að finna félagið á facebook, en það gengur ekki vel. Getur einhver benda mér á síðuna? Takk! |
25. mars 2019 kl. 17:27 þorvaldur Traustason | Kæru Flakkarar.. er ekki komin tími á kaffihúsahitting ?. Verðum á Norðurslóð Strandgötu 53 sama stað og síðast laugardaginn 30. mars milli kl. 14 og 16. Gaman væri að sjá sem flesta. Gott væri að sjá viðbrögð um mætingu. |
15. mars 2019 kl. 11:51 Hallgrímur P. Helgason Netfang: hphelgason@gmail.com | Var að fá mér húsbíl, Fíat LMC og er að forvitnast um aðra sem nota þennan ferðamáta. |
15. jan 2019 kl. 19:53 þorvaldur Traustason Netfang: addyg@simnet.is | Kæru félagar... gleðilegt ár. Hvernig líst ykkur á annan kaffihúsahitting. Við höfum ákveðið að hittast laugardaginn 19. janúar kl 14:00 á veitingahúsinu Norðurslóð Strandgötu 53. Boðið er upp á kaffi og kleinur 500 kr. á mann Gaman væri að fá viðbrögð við þessu og endilega látið þetta berast. |
21. nóv 2018 kl. 07:37 GS F-114 Netfang: gunska@simnet.is | Kæru félagar Nú er svo komið að finna formann sem tekur við á aðalfundi 2019. Við höfum haft samband við nokkra félaga en því miður án árangurs. Höfum í huga að allir félagar geta sinnt formannsstarfi, eina sem þarf að vera fyrir hendi er áhugi á að leysa verkefnið og munum líka að án formanns er ekkert félag. Við bindum miklar vonir í góð viðbrögð og hvetjum ykkur sem hafið áhuga á að kynna ykkur málið frekar að hafa sambandi við okkur í uppstillingarnefndinni. Með góðri kveðju Guðbjörn F-164 og Lilja F-160 |
12. nóv 2018 kl. 11:11 GS F-114 | Ingigerður Benediktsdóttir til Flakkarar félag húsbílaeigenda 14 klst. · Kæru félagar á Austurlandi, eftir að hafa séð að þau félagar okkar fyrir Norðan ætla að hittast laugardaginn 17.nóv. kl. 14.00, ákváðum við Guðjón að hafa okkar kaffihúsahitting á sama tíma. Agnes Brá og Halldór í Tehúsinu eru tilbúin að taka á móti okkur og verða með eitthvað gott með kaffinu. Þau biðja um ca. fjölda á þeim sem mæta, þurfum að upplýsa þau næsta miðvikudag. Gott ef þið getið látið vita hér á síðunni, í símtali eða SMS. 868-4371 Ingigerður / 845-8549 Guðjón. Endilega látið boðskapinn berast. 🤔 Og koma svo. Sjáumst hress og kát. 😉😉😉 |
Dagskrá
Desember 2019 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 | 1 | 2 | 3 | 4 |
Fyrri | Núna | Næsti |