




Breytingar á skoðun húsbíla
Þann 9. janúar 2009 tók ný reglugerð um skoðun ökutækja gildi.
Meðal nýmæla eru að nú skal skoða húsbíla í maímánuði, óháð síðasta staf í bílnúmerinu. Heimilt er þó eins og með aðra bíla að koma 2 mánuðum fyrr eða síðar. En frá og með 1. ágúst bætist svo við svokallað vanrækslugjald sem er 15.000 kr. en heimilt er að lækka það í 7.500 sé það greitt innan mánaðar.
Sjá nánar á: http://www.us.is/id/1000329
Reglugerð um skoðun ökutækja má finna á: http://www.us.is/id/1074
Eðlilegast er að láta skoða húsbílana strax eftir að þeir eru teknir úr vetrarhíðinu þannig að þeir séu ný skoðaðir í fyrstu ferð sumarsins.
En það er meira sem huga þarf að fyrir sumarnotkun húsbílanna. Ég tel rétt að gaskerfið sé þrýsti- prófað ekki sjaldnar en á tveggja ára fresti eins og gert er annarstaðar á Norðurlöndum og á meginlandi Evrópu. Nú eru a.m.k. þrír aðilar á landinu sem geta þrýstiprófað gaskerfi í húsbílunum en það eru: Víkurverk í Kópavogi, Seglagerðinni Ægir í Reykjavík og Bílrás ehf (Sigurður G. Valdimarsson) Fjölnisgötu 1a Akureyri.
Með húsbílakveðju,
Tómas Búi Böðvarsson
F 304