08. jan. 2021 |
husbilar.is |
Félagsgjald 2021Kæru Flakkarar gleðilegt ár.
Stjórn Flakkara hefur ákveðið að bjóða félagsmönnum að greiða félagsgjaldið með því að leggja inn á reikning félagsins. Félagsgjaldið er 5000 kr. reikningsnúmerið er 565-14-100010
kt. 700192-2109 setja sem skýringu félagsnúmerið. Væri gott að greiða gjaldið í síðasta lagi 15. febrúar, eftir það verða sendir út gíróseðlar með aukakostnaði.
Kveðja
Stjórnin.
|
160 |
22. des. 2020 |
husbilar.is |
Jólakveðja 2020Kæru Flakkarar.
Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Vonum að nýtt ár verði gott ferðaár. Þetta er búið að vera skrýtið ár hjá okkur öllum, en vonandi lagast allt með hækkandi sól og bóluefni, þannig að við getum ferðast áhyggjulaus. Vonandi verður hægt að halda aðalfund í vor.
Kærar jólakveðjur
Þorvaldur og Arnleif.
|
160 |
06. sep. 2020 |
husbilar.is |
Ef ferðavagna- og húsbílaeigendur eru ekki nú þegar búnir að gera allt klárt fyrir veturinn er um að gera að fara að huga að því. Það þarf ekki bara að koma ferðavögnum og húsbílum fyrir í geymslu heldur þarf einnig að ganga vel frá. Sniðugt er að styðjast við Gátlista hjá ferðavagnageymslunni S3 á Kvíarhóli í Ölfusi.
Sjá méira í frétt MBL
|
160 |
25. ág. 2020 |
husbilar.is |
Kæru félagar.
Stjórn Flakkara fundaði fyrr í vikunni og voru allir sammála um að fella niður haustfund og árshátíð sem átti að vera 4 til 6. september.
Staðarhaldari í Ýdölum taldi ekki hægt að vera með fund eða árshátíð vegna fjöldatakmarkana og tveggja metra reglu
Þannig að stjórnin helst óbreytt fram að næsta aðalfundi sem verður vonandi í vor á sumardaginn fyrsta eins og venjulega.
Þetta er búið að vera óvenjulegt sumar fyrir okkur. Við höfum þurft að fella niður ferðir og aðeins hægt að fara Stóru ferðina sem var mjög góð og þátttakan var vonum framar þrátt fyrir ástandið eða rúmlega 60 bílar. Vonum að næsta sumar verði með eðlilegum hætti og hægt verði að fara í allar ferðir.
Við skoðum svo kaffihúsahitting í haust eða vetur ef allt verður í lagi og þessi veira verði á bak og burt.
Farið vel með ykkur.
Kveðja
Stjórn og nefndir.
|
160 |
14. ág. 2020 |
husbilar.is |
Kæru félagar.
Ferða og skemmtinefnd hefur í samráði við stjórn ákveðið að fella niður Berjaferðina sem átti að vera 21. - 23. ágúst n.k. vegna fjöldatakmarkana á samkomum út af Covid.
Ákvörðun um Haustfund og árshátíð verður tekin síðar og birt hér.
|
160 |
03. ág. 2020 |
husbilar.is |
Kæru félagar
Þá er það Covid 19 sem við þurfum að glíma við aftur.
Í sambandi við Berjaferðina verður að koma í ljós hvort hún verður. Við fylgjum fyrirmælum sóttvarnalæknis varðandi fjöldatakmarkana í því sambandi. Það verður ákveðið 13 eða 14 ágúst þegar nýjar reglur koma frá þríeikinu. Við biðjum ykkur að fylgjast vel með á feisinu og heimasíðunni. Varðandi árshátíðina þá er hún á áætlun ennþá,,, verður tekin ákvörðun um það síðar. Stöndum saman í þessu og förum varlega og virðum sóttvarnir og fjarlægðarmörk og fjöldatakmarkarnir, þannig vinnum við okkur út úr þessu.
Fyrir hönd stjórnar og ferðanefndar.
Þorvaldur Traustason
|
160 |
02. júl. 2020 |
husbilar.is |
Frá ferða og skemmtinefnd.
Góðir félagar, þá fer að koma að Stóruferðinni. Við mynnum á að tilkynna þátttöku í matnum á lokahófinu í Árblik fyrir sunnudagskvöldið 5. júlí í símum 8463744 Ásu, 863185 Guðríður, 8671302 Lína. Einnig viljum við biðja ykkur að vera undirbúin fyrir "Flakkarakaffi" ( Pálínukaffi ) einhverntímann í ferðinni. Svo viljum við benda á að það er betri vegur er að austanverðu í Hegranesinu en fallegra landslag að vestanverðu. Heitt verður á könnunni þar sem við höfum hús, og vinsamlegast komið með eigin bolla. Og enn og aftur, að hver og einn félagi ber ábyrgð á sjálfum sér og reynum því af fremsta megni að gæta fyllstu varúðar.
Sjáumst hress að vanda.
Ferða og skemmtinefnd.
|
160 |
23. jún. 2020 |
husbilar.is |
Fréttir frá ferða- og skemmtinefnd.
Nokkrar umræður hafa farið fram meðal nefndamanna hvort rétt sé að standa fyrir "Stóru ferðinni" vegna Covid faraldursins. Stjórn Flakkara og ferðanefndin hafa ákveðið að fara þessa ferð þrátt fyrir það.
Viljum við því leggja sérstaka áherslu á að hver og einn félagi beri ábyrgð á sjalfum sér og reynum því að fremsta megni að gæta fyllstu varúðar.
Föstudagur 3. júlí Félagsheimilið í Hegranesi (tvær nætur). Mæting síðdegis. Kr 1500 á bíl nóttin, litið um rafmagn. Markaður á laugardeginum.
Sunnudagur 5. júlí Tjaldstæðið Skagaströnd (tvær nætur). Kr 1250 nóttin fyrir manninn - (útilegukort). Rafmagn kr 1000 sólahringurinn. Á mánudeginum skoðunarferð með leiðsögn.
Þriðjudagur 7. júlí. Tjaldstæðið Laugarbakka og félagsheimilið Ásbyrgi (ein nótt). kr 3000 nóttin á bíl . Rafmagn 1000 kr. nóttin. Skoðað verður með spilakvöld ef áhugi er fyrir því.
Miðvikudagur 8. júlí. Tjaldstæðið Hólmavík. kr. 1350 nóttin, eldri borgarar kr 920 nóttin. Rafmagn 1370 sólarhringurinn. Skoðunarferð á fimmtudeginum með leiðsögn.
Föstudagur 10. júlí. Félagsheimilið Árblik. Laugardagskvöld lokahóf húsið opnar kl 19:00. Borðhald hefst kl 19:30, ball á eftir hljómsveitin Festival leikur fyrir dansi. Verð á mat kr 5000 fyrir manninn.
Skráning í lokahóf þarf að berast fyrir 5. júlí í síma 846-3744 Ása,
867-1302 Lína, 863-1815 Guðríður.
ATH: Skiplagið er birt með fyrirvara um breytingar sem gætu orðið vegna COVID.
Sjáumst hress að vanda.
Ferða- og skemmtinefnd
|
160 |
27. maí 2020 |
husbilar.is |
Kæru félagar.
Þar sem skiptar skoðanir eru meðal félagsmanna um hvort fara eigi Stóruferðina í ár, vill ferðanefndin kanna viðhorf sem flestra félagsmanna og hvort þeir myndu mæta ef af ferðinni yrði.
Mikilvægt er að sem flestir tjái sig á Facebook síðunni okkar fyrir 5. júní n.k. Ef þið eruð ekki á Facebook hafið þá samband við einhvern í ferðanefndinni.
Kær kveðja. Ferðanefnd 2020.
|
160 |
13. maí 2020 |
husbilar.is |
Kæru félagar
Þá hafa ferða og skemmtinefnd ásamt stjórn ákveðið að fella niður fyrstu ferð sem átti á vera í Funaborg 12-14 júní.
Ástæðuna ættu allir að vita og teljum við ekki hægt að hafa þessa ferð meðan núverandi takmarkanir gilda á tjaldsvæðum. Við vonum auðvitað að þetta breytist þegar líður á sumarið.
Stóraferðin er á áætlun, ásamt berjaferð og árshátíð. En ef eitthvað breytist verður það auglýst með góðum fyrirvara.
Auðvitað getum við ferðast um landið okkar eins og við höfum alltaf gert.
Svo verðum við bara að halda í bjartsýnina og vonum að allt gangi vel.. og munum að passa vel upp á okkur.
Kveðja
Ferðanefnd og stjórn
|
160 |
17. apr. 2020 |
husbilar.is |
Góðan daginn kæru félagar.
Nú eru nokkrir dagar í að félagatalið fari í prentun.
Það eru þó enn 17 félagar sem ekki hafa greitt félagsgjaldið og vil ég minna þá á að greiða það sem fyrst svo að félagatalið berist til þeirra.
Ef einhverjir þeirra hafa hugsað sér að hætta í félaginu þá vinsamlegast látið vita sem fyrst.
Fyrir hönd stjórnar
Þorvaldur
|
160 |
26. mars 2020 |
husbilar.is |
Aðalfundur Flakkara 2020Kæru félagar
Vegna ástandsins í þjóðfélaginu þá hefur stjórn Flakkara ákveðið að fresta aðalfundi sem átti að vera 23. apríl (sumardaginn fyrsta) um óákveðin tíma. Vonandi að allir virði þessa ákvörðun. Félagatalið verður gefið út í vor eins og hefur verið en án breytinga í stjórn þar sem sitjandi stjórn starfar áfram fram að aðalfundi hvenær sem hann verður. Farið vel með ykkur.
Fyrir hönd stjórnar
|
160 |
01. mars 2020 |
husbilar.is |
Skoðun húsbíla hjá Frumherja |
160 |
01. mars 2020 |
husbilar.is |
Hér kemur ferðaáætlunin fyrir sumarið |
160 |
30. des. 2019 |
husbilar.is |
Kæru félagar
Stjórn Flakkara sendir ykkur öllum óskir um gleðilegt nýtt ár og þökk fyrir árið sem er að líða.
Vonum að árið 2020 verði okkur gott ferða ár.
|
160 |
12. ág. 2019 |
husbilar.is |
Berjaferð í félagsheimilinu Árskógi |
160 |