




Galli/endurbætur á ísskápum
Eins og fram kom á vorfundi Flakkara á sumardaginn fyrsta hefur komið fram galli í festingu gasbúnaðar í tveggja hurða ísskápum frá Dometic, en þeir eru algengir í nýrri (og stærri) húsbílum og hjólhýsum.
Um er að ræða ísskápa af eftirfarandi gerðum frá Dometic: RM 7601, RM 7605, RM 7651, RM 7655, RM 7801, RM 7805, RM 7851, RM 7855, RMT 7651, RMT 7655, RMT 7851 og RMT 7855.
Allir þessir ísskápar eru með tvær hurðir, önnur fyrir kæliskápinn en hin fyrir frystihólfið.
Gallinn sem komið hefur fram er að gasbúnaðurinn er illa festur og hefur viljað losna og þá er mikil hætta á gasleka með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Dometic lagar (endurbætir) ískápana á sinn kostnað með því að bæta við tveimur festingum
á gasbúnaðinum aftaná ísskápnum. Það er gert með því að taka neðri loftræsti ristina sem er á hlið bílsins úr og bæta við festingum. Verkið tekur ekki langan tíma.
Þeir bíleigendur sem eiga ofannefnda ísskápa er eindregið hvattir til að hafa samband við Víkurverk í Kópavogi, sem er umboðsaðili Dometic eða Sigurð G. Valdemarsson (F200) í síma 893-3288 á Akureyri sem einnig hefur annast viðgerðir í samvinnu við Víkurverk.
Hafið samband sem fyrst, því ekki er vitað hversu lengi endurbæturnar verða ókeypis fyrir bíleigendur.
Með húsbílakveðju,
Tómas Búi Böðvarsson
F 304
Nóvember 2023 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
29 | 30 | 31 | 1 | 2 | 3 | 4 |
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 1 | 2 |
Fyrri | Núna | Næsti |