




Hér eru smá upplýsingar um
rafstöðvar
Það hefur færst í vöxt að húsbílaeigendur búi bíla sína litlum bensínrafstöðvum
sem geta framleitt næga orku til að knýja algengustu heimilistæki af smærri gerð,
s.s. sjónvarp og videó/DVD spilara, auk þess að knýja hleðslutæki fyrir önnur
rafkerfi bílsins þegar "landrafmagn" er ekki fáanlegt. Þá er oft nauðsynlegt
að létta á rafgeymanotkun þegar horft er á sjónvarp heilt kvöld, eða börnin
horfa á videóspólu að morgni. Slík lengri notkun getur tæmt rafgeyma og bakað
mönnum ama og vandræði. Í slíkum tilfellum hafa menn freistast til að láta
vélar bílanna hlaða rafgeymana, en inni í hóp bíla er slíkt allajafna ákaflega
illa séð, vegna hávaða og ólyktar. Eins og áður segir hafa menn í auknum mæli
leyst þessi vandamál með smárafstöðvum. Nokkrir staðir hérlendis selja slíkar
stöðvar, verðin eru ákaflega mismunandi og þjónustan væntanlega einnig.
Gunnar Th
Nóvember 2023 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
29 | 30 | 31 | 1 | 2 | 3 | 4 |
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 1 | 2 |
Fyrri | Núna | Næsti |