




Hér eru upplýsingar um vatnsíblöndunarefni fyrir drykkjarvatn ofl.
Aqua clean: Drykkjarvatn þarf að vera bakteríufrítt. Almennt séð er vatn í Norður-Evrópu í háum gæðaflokki.Engu að síður er þó nokkuð algengt að gerlar finnist í drykkjarvatni.Þetta gerist í hvert sinn sem við geymum vatn yfir lengri tíma. Gerlar finnast einnig í slöngum og krönum þar sem þú fyllir á vatnið. Sérstaklega geta þó endar á vatnsslöngum mengast af gerlum vegna óhreinna vatnstanka frá fyrri notendum eða óhreinni geymslu. Eftir mengun frá einungis nokkrum gerlum geta þeir fjölgað sér á hreint ótrúlegum hraða sem þó er háð hitastigi. Til þess að hafa drykkjarvatnið hreint og til þess að geta geymt drykkjarvatn í lengri tíma mælum við eindregið með notkun ACUA CLEAN.ACUA CLEAN er efni sem er unnið úr silfri og er þar af leiðandi bakteríudrepandi. Það tekur um það bil 4 klst.að gerilsneyða vatn,þó með tilliti til gerilfjölda. Þar sem silfur eyðist mjög hægt í vatni getur vatnið þitt verið gerilsnautt í allt að 6 mánuði. ACUA CLEAN er bæði bragð- og lyktarlaust. Silfurmagn ACUA CLEAN fer ekki yfir það magn sem uppgefið er sem hámark hjá íslenskum yfirvöldum og er samþykkt af Hollustuvernd ríkisins.
PURA TANK: Hreinsar og bakteríuhreinsar vatnstanka,dælur,slöngur,rör og krana og er algjörlega skaðlaust mönnum. Að geyma vatn við ljós og hita eru kjör-aðstæður fyrir vöxt gerla. Þess vegna mælum við með því að þú hreinsir drykkjarvatnskerfið þitt (einu sinni til tvisvar á ári) með PURA TANK. PURA TANK er sýklahreinsandi efni byggt á súrefni og er laust við klór. Atóm súrefnis drepur sýkla,gerla og aðra mengunarvalda við snertingu. Aðal kostir PURA TANK eru þeir að það vinnur án klórs og hefur það engin áhrif á bragð né lykt vatnsins. PURA TANK er umhverfisvænt þar sem það brotnar einungis niður við súrefni og vatn og getur þess vegna verið losað út í umhverfið án nokkurra vandkvæða
CLEAN A TANK: Gegn kalk-úrgangi í vatnstönkum og slöngum.Hjálpar þér við að bæta bragð og lykt á drykkjarvatni.CLEAN A TANK er byggt á náttúrulegri sítrónusýru og silfri.Silfrið ver vatnskerfið þitt gegn gerlamengun.
Almennt: Notaðu aldrei vatn af óþekktum uppruna. Soðið vatn þarfnast 10-20 mín. suðu áður en það verður gerilsnautt. Gerlar geta fjölgað sér með ótrúlegum hraða með tilliti til ljóss og hita. Á mörgum stöðum er vatn klórmengað. Aukameðferð á vatni með efnum sem unnin eru úr klór geta valdið eiturefnaáhrifum.
Nóvember 2023 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
29 | 30 | 31 | 1 | 2 | 3 | 4 |
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 1 | 2 |
Fyrri | Núna | Næsti |